Rússar „bera ábyrgð“ á morðinu á Litvinenko

Alexander Litvinenko á sjúkrahúsi eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að …
Alexander Litvinenko á sjúkrahúsi eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að koma í ljós. mbl.is

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Rússar „beri ábyrgð” á því þegar njósnarinn fyrrverandi  Alexander Litvinenko var myrtur í London árið 2006.

Geislavirku efni var laumað í te sem hann drakk á hóteli.

Dómstóllinn sagði það „hafið yfir vafa” að morðið hafi verið framið af rússnesku borgurunum Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun og að það væru sterkar sannanir fyrir því að þeir hafi starfað fyrir rússnesk yfirvöld.

Dómstóllinn sagði að „Rússar beri ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretlandi”.

Alexander Litvinenko árið 2004.
Alexander Litvinenko árið 2004. AFP
mbl.is