Hraunið þekur stórt svæði sjávar

Hraunið úr eldfjallinu Cumbre Vieja á eyjunni La Palma heldur áfram að renna í sjóinn, um 36 klukkustundum eftir að hann náði þangað fyrst, og þekur það nú yfir tíu hektara svæði.

Meðfylgjandi myndskeið frá AFP sýnir vel stöðu mála.

Síðan eldgosið hófst 19. september hafa þúsundir íbúa þurft að yfirgefa heimili sín, fyrirtæki og stór svæði sem eru notuð til bananaræktar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert