Tsai svarar Xi fullum hálsi

Það andar köldu á milli Xi og Tsai.
Það andar köldu á milli Xi og Tsai. AFP

Tsai Ing-wen, forseti Taívans segir að landið muni ekki beygja sig undir þrýsting frá Kína. Landið muni halda áfram að vera lýðræðisríki. 

„Því meiri árangri sem við náum, því meiri verður þrýstingurinn frá Kína,“ sagði Tsai í ræðu sinni í dag að tilefni þjóðhátíðardags Taívans. Litið er á ummæli hennar sem andsvar við ræðu Xi Jinping, forseta Kína, sem sagðist í gær staðráðinn í því að sameina Taívan og Kína.

Taívan lítur á sig sem fullvalda ríki en Kína horfir til landsins sem kínversks héraðs sem brotnað hafi af landinu. 

Yfirvöld í Kína hafa ekki útilokað möguleikann á að valdi verði beitt til þess að innlima Taívan. 

Metfjöldi kínverskra herþotna hafa flogið inn á loftvarnarsvæði Taívans á síðustu dögum. Sumir sérfræðingar telja að líta megi á það sem viðvörun til Taívans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert