Krefst þess að Hamdok verði leystur úr haldi

Abdalla Hamdok í september síðastliðnum.
Abdalla Hamdok í september síðastliðnum. AFP

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist þess að forsætisráðherra Súdans verði þegar í stað leystur úr haldi en hann var handtekinn í valdaráni hersins.

Amdalla Hamdok forsætisráðherra „þarf að losna þegar úr stað úr haldi,“ sagði Guterres á blaðamannafundi.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætlar að halda neyðarfund vegna ástandsins í landinu.

Hermenn handsömuðu Hamdok í gær, ásamt fleiri ráðherrum og ráðamönnum í landinu. Þeir hafa farið með stjórnina eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli árið 2019.

Antonio Guterres í ræðustóli.
Antonio Guterres í ræðustóli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert