Engar ákærur vegna smita í Ischgl

Bærinn Ischgl í Týrol í Austurríki hefur verið vinsæll á …
Bærinn Ischgl í Týrol í Austurríki hefur verið vinsæll á meðal skíðamanna. AFP

Saksóknari í Austurríki mun ekki gefa út ákæru vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar snemma á síðasta ári í skíðabænum Ischgl í Ölpunum. Þúsundir ferðafólks segjast hafa smitast af veirunni þar í fyrra.

„Rannsókn á útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl á vormánuðum 2020 hefur verið hætt og það verður ekki gefin út ákæra,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu.

Enn fremur kom fram að ekki væru neinar vísbendingar um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað eða að einhver hefði sleppt því að gera eitthvað sem hefði getað komið í veg fyrir smit.

Ættingjar fólks sem lést eftir að hafa smitast af veirunni í Ischgl geta höfðað einkamál og eru að minnsta kosti fimmtán slík á leið í dómsal.

mbl.is