Tugir fundust látnir við strendur Frakklands

Um fimmtíu manns voru um borð í bátnum og er …
Um fimmtíu manns voru um borð í bátnum og er nokkurra enn leitað. AFP

Að minnsta kosti 27 eru látnir eftir að bátur flóttamanna sökk nærri Calais í Frakklandi í dag. Um fimmtíu manns voru um borð í bátnum og er nokkurra enn leitað. 

BBC greinir frá.

Alþjóðastofnunin um fólksflutninga hefur sagt að þetta sé mannskæðasta slysið í Ermarsundinu síðan hún hóf gagnasöfnun árið 2014.

Boris Johnson og Emmanuel Macron hafa talað saman og hafa samþykkt að gera allt sem hægt er til að stöðva þá hópa sem bera ábyrgð á að stefna lífi fólks í hættu. Fjórir menn sem eru grunaðir um að tengjast slysinu hafa verið handteknir af frönsku lögreglunni.

La Voix Du Nord greinir frá því að báturinn hafi orðið fyrir stóru skipi en það hefur ekki verið staðfest.

mbl.is