Einn látinn og 41 illa brenndur vegna eldgoss

Eldgosið hófst í dag á Java-eyju.
Eldgosið hófst í dag á Java-eyju. AFP

Einn lést og 41 eru illa brenndur eftir að eldgos hófst á eyjunni Jövu í Indónesíu í dag. Vitni lýsa gríðarstóru öskuskýi sem kemur frá Semeru-fjalli sem hefur skyggt á sólina og skilur eftir sig niðamyrkur.

Á vef BBC segir að flugfélög hafa verið vöruð við því að öskuskýið rísi upp 15 þúsund metra en það er hærra en flestar flugvélar fljúga svo umferð muni þurfa að sveigja frá því.

Eldgosið hófst um hálf þrjú á staðartíma en yfirvöld hafa lokað fyrir umferð í fimm kílómetra radíus frá eldfjallinu. 

Semeru-fjall er um 3.600 metra hátt og er gríðarlega virk eldstöð en síðast gaus þar fyrir ári síðan. Að sögn Campbell Biggs, veðurfræðings hjá áströlsku eldfjallamiðstöðinni, virðist „talsverð aukning vera í styrkleika“ í þessu gosi.

mbl.is