Rússar komnir inn í næststærstu borgina

Íbúablokk í Kharkiv sem varð fyrir eldflaug Rússa í nótt …
Íbúablokk í Kharkiv sem varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að óbreyttur borgari lét lífið. AFP

Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, og hafa fregnir borist af því að til átaka hafi komið á milli þeirra og hers heimamanna.

Borgin er í norðausturhluta landsins og hvetja yfirvöld almenning til að halda sig innandyra.

„Ekki fara úr öruggu skjóli. Úkraínuher vinnur að upprætingu óvinarins,“ skrifaði Oleg Sinegubov, sem fer fyrir héraðsstjórn á svæðinu, á Facebook.

Kharkiv, merkt með rauðu á kortinu.
Kharkiv, merkt með rauðu á kortinu. Kort/Google

Fyrr nótt lést kona þegar eldflaug hæfði íbúðablokk í borginni og eru nokkrir særðir eftir atvikið.

BBC birtir myndskeið sem sögð er sýna rússneskt herlið í borginni en vert er að taka fram að á vef BBC kemur fram að ekki hafi fengist staðfest að svo sé:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert