Tókst að slökkva eldinn í kjarnorkuverinu

Frá eftirlitsmyndavélum á meðan eldurinn logaði.
Frá eftirlitsmyndavélum á meðan eldurinn logaði. Skjáskot

Bráðarliðum tókst að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði Sa­porisjía, stærsta kjarnorkuveri Evrópu, í nótt í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust á það.

Samkvæmt úkraínskum stjórnvöldum tókst að slökkva eldinn um klukkan tuttugu mínútur í fimm í nótt. Í tilkynningu frá stjórnvöldum segir að enginn hafi látist eða „ekki urðu nein fórnarlömb“.

Verið er staðsett rétt utan við borg­ina Sa­porisjía í suðaust­ur­hluta Úkraínu við ána Dní­pró.

Fram kemur í upplýsingum frá Úkraínumönnum að kviknað hafi í fimm hæða háu æfingarhúsi og að sjálft verið hafi ekki brunnið. Óttast hafi verið um að eldurinn myndi breiða hratt úr sé. 

Samkvæmt upphaflegum upplýsingum frá Úkraínu sagðist herinn ekki komast af verinu til að slökkva eldinn vegna Rússa.  Á samfélagsmiðlum Úkraínumanna segir að eldurinn hafi verið slökktur á um klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert