Úkraínumenn spyrna til baka

Skriðdreki frá úkraínska hernum í Luhansk 11. mars síðastliðinn.
Skriðdreki frá úkraínska hernum í Luhansk 11. mars síðastliðinn. AFP/Anatolii Stepanov

Úkraínumönnum hefur tekist að hrinda aftur árás Rússa og endurheimta bæi og landsvæði sem nær allt að 35 kílómetrum austur af Kænugarði.

Gagnárásir úkraínska hersins í bland við vandamál vegna of langrar birgðakeðju rússneska hersins eru ástæður þessa, samkvæmt upplýsingum varnarmálaráðuneytis Bretlands.

Þar segir einnig að Úkraínumenn séu líklegir til þess að þvinga Rússa til baka í norðvesturátt frá Kænugarði í áttina að Hostomel flugvellinum.

Í suðurhluta Úkraínu reyna Rússar enn að umkringja Míkólaív-borg með því að færa sig í vesturátt nær Ódessu. Gengur það hægt vegna mótspyrnu Úkraínumanna og skipulagsvandamála Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert