Fyrsta svarta konan til að gegna embættinu

Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt Ketanji Brown Jackson, sem hefur nýlega …
Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt Ketanji Brown Jackson, sem hefur nýlega verið kosin í embætti hæstaréttadómara í Bandaríkjunum. AFP/Mandel Ngan

Ketanji Brown Jackson verður fyrsta svarta konan til að gegna embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en tilnefning hennar var samþykkt í dag af öldungadeild Bandaríkjaþings með 53 atkvæðum gegn 47. Þrír repúblikanar sviku lit og greiddu atkvæði Jackson í hag. BBC greinir frá.

Mun þessi samþykkt uppfylla eitt af kosningaloforðum Joe Bidens Bandaríkjaforseta, sem tilnefndi Jackson, en hann hét því að fyrsta svarta konan myndi taka við slíku embætti á hans vakt.

Hlutfallið breytist ekki

Jackson mun taka við af hæstaréttadómaranum Stephen Breyer, en þau þykja bæði frjálslynd í túlkun sinni á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hlutfall íhaldssamra og frjálslyndra innan dómstólsins, sem skipar níu manns, mun því ekki breytast og verða íhaldsamir áfram í meirihluta, eða sex á móti þremur.

Jackson var fyrst skipuð dóm­ari við al­rík­is­dóm­stól árið 2013, og var síðan skipuð dóm­ari við áfrýj­un­ar­dóm­stól Washingt­on um­dæm­is á síðasta ári. Naut hún stuðning þriggja öld­unga­deild­arþing­manna re­públík­ana við síðari skip­un­ina. 

mbl.is