Karlmaður ákærður í máli Madeleine McCann

Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli …
Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli í Portúgal.

Karlmaður hefur verið ákærður í Þýskalandi að beiðni portúgalskra yfirvalda vegna hvarfs hinnar bresku Madeleine McCann í maí árið 2007. 

Þetta staðfestu portúgalskir saksóknarar í dag. 

Þýska lögreglan tilkynnti árið 2020 að hún hefði til rannsóknar þýskan karlmann, sem þegar sat í fangelsi vegna annars máls, í tengslum við hvarf McCann. Var maðurinn talinn hafa myrt McCann sem var þriggja ára gömul þegar hún hvarf í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 

Lögreglan hefur vísað til mannsins sem Christian B, en breskir miðlar segja hann heita fullu nafni Christian Brückner. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir hvoru tveggja kynferðisbrot og fíkniefnabrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert