Eignir maka Pútíns frystar

Alina Kabaeva.
Alina Kabaeva. AFP

Yfirvöld í Bretlandi hyggjast setja á refsiaðgerðir gegn fyrrverandi eiginkonu og meintri kærustu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta vegna stríðsins í Úkraínu. 

Lyudmila Ocheretnaya, sem var gift Pútín til ársins 2014, og fyrrverandi fimleikakonan Alina Kabaeva, munu að öllum líkindum ekki geta ferðast til Bretlands og líklegt er að eignir þeirra verði frystar. 

Yfir þúsund Rússar falla nú undir refsiaðgerðir Bretlands. 

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir að bresk yfirvöld muni áfram setja á refsiaðgerðir gegn Rússum sem tengjast Pútín þangað til að stríðinu í Úkraínu ljúki með úkraínskum sigri. 

Fyrr í maí var greint frá frekari fyrirhuguðum refsiaðgerðum Evrópusambandsins, meðal annars gegn Kabaeva. 

Frétt BBC

Vladimir Putin og fyrrverandi eiginkona hans Lyudmila árið 2013.
Vladimir Putin og fyrrverandi eiginkona hans Lyudmila árið 2013. AFP
mbl.is