Stöðva innflutning rafmagns til Finnlands

Sauli Niinisto, forseti Finnlands, mælir með að Finnar sæki um …
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, mælir með að Finnar sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu. AFP

Rússland hyggst stöðva innflutning rafmagns til Finnlands í kjölfar yfirlýsingu forseta og forsætisráðherra Finnlands um að þau mæli með að Finnar sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Umræður um mögulega aðild Finnlands að NATO hófust eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar.

„Við neyðumst til þess að stöðva innflutning rafmagns frá 14. maí,“ segir í tilkynningu RAO Nordic sem er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO. RAO Nordic gefur þá skýringu að RAO Nordic geti ekki greitt fyrir innflutninginn.

mbl.is