Vilja fleiri vopn til Úkraínu

Utanríkisráðherrann Liz Truss.
Utanríkisráðherrann Liz Truss. AFP

Bretar hvöttu í gær til þess að Úkraínumönnum yrði veittur meiri stuðningur í formi vopna. 

„Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram þrýstingi á Vladimír Pútín [forseta Rússlands] með því að veita Úkraínumönnum meira magn af vopnum og með því að bæta í refsiaðgerðir,“ sagði Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands á fundi G7 ríkjanna í gær.

Jean Yves Le Drian, forsætisráðherra Frakklands, sagði að G7-ríkin væru „mjög sameinuð“ í vilja sínum til þess að styðja Úkraínu.

Ásakanir um stríðsglæpi orðnar margar

Enn bætast við ásakanir um stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Nýjustu ásakanirnar snúa að því að rússneskar hersveitir hafi neytt þúsundir í svokallaðar yfirheyrslubúðir. Þar eiga Rússar að hafa beitt grimmilegum yfirheyrsluaðferðum.

Stríðið hófst fyrir um ellefu vikum síðan og hafa hersveitirnar rússnesku verið sakaðar um mikla grimmd. Þær eru sakaðar um að hafa myrt almenna borgara, beitt pyntingum og nauðgunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert