Að minnsta kosti 12 drepnir í Severodonetsk

Illa farin bygging í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu.
Illa farin bygging í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. AFP

Að minnsta kosti 12 hafa látist og 40 særst í árásum Rússa á borgina Severodonetsk í austurhluta Úkraínu.

Sergei Gaiday, ríkisstjóri í Lugansk-héraði, greindi frá þessu, en rússneski herinn heldur áfram hægri sókn sinni í Donbas-héruð.

Gaiday sakaði rússneska hermenn um að skjóta handahófskennt á Severodonetsk með kröftugum byssum og bætti við að fleiri lík gætu fundist. 

mbl.is