Sænskur piltur ákærður fyrir að myrða kennara

Sænski lögreglustjórinn í Malmö, Petra Stenkula og fræðslustjóri framhaldsskólastigs, Annelie …
Sænski lögreglustjórinn í Malmö, Petra Stenkula og fræðslustjóri framhaldsskólastigs, Annelie Schwartz, á blaðamannafundi í mars. AFP/Johan Nilsson

Sænskir saksóknarar segjast hafa ákært 18 ára pilt fyrir að hafa myrt tvo kennara í framhaldsskóla í mars.

„21. mars réðst 18 ára maður á tvo kvenkyns kennara í framhaldsskólanum Malmö Latin með hníf og exi að vopni,“ sagði sænska saksóknaraembættið í yfirlýsingu og bætti við að konurnar tvær, sem voru á sextugsaldri, hafi látist af sárum sínum.

„Núna hefur maðurinn, sem var sjálfur nemandi við skólann, verið ákærður fyrir morð í tveimur ákæruliðum,“ sagði þar einnig.

Pilturinn, sem var handtekinn stuttu eftir árásina, hefur játað sök. Hann hefur átt við andleg veikindi að stríða, að sögn lögmanns hans. Þegar hann gekk inn í skólann þennan dag hafi hann ekki búist við að fara þaðan út á lífi.

Réttarhöld yfir piltinum hefjast 20. júlí.

mbl.is