Orlene nú fjórða stigs fellibylur

Orlene fellibylurinn.
Orlene fellibylurinn. Skjáskot/Fox News

Orlene-fellibylurinn sem stefnir nú á Mexíkó hefur sótt í sig veðrið og er nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur. 

Fellibylurinn er nú um 170 kílómetra suðvestur af Cabo Corrientes sem er í vesturhluta Jalisco-ríkis í Mexíkó. Búist er við að hann komi á land annað kvöld eða aðfaranótt þriðjudags.

Spár gera ráð fyrir að fellibylurinn missi kraft áður en hann skelli á. Gæti hann verið flokkaður sem fyrsta eða annars stigs fellibylur þegar hann kemur á land.

Íbúar í Suðvestur-Mexíkó eru varaðir við verulegum vindi, stormbyljum og mikilli úrkomu.

mbl.is