Hið minnsta þrír látnir eftir sprengingu

Írska lögreglan að störfum.
Írska lögreglan að störfum. AFP

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að mikil sprenging varð á bensínstöð við Creeslough á Írlandi. Vitað er um fólk sem er fast undir rústunum, en viðbragðsaðilar eru að störfum á svæðinu. Talið er að björgunarstarf muni teygjast langt inn í nóttina.

RTC greinir frá, en sprengingin varð fyrr í dag.

Fjöldi fólks hefur verið flutt á spítala og hafa heilbrigðisstarfsmenn lýst ástandinu sem martröð.

Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu hafa biðlað til fólks að halda sig fjarri bráðamóttökunni nema í brýnustu neyð.

Gríðarlega öflug sprenging

Írska landhelgisgæslan og björgunaraðilar frá Norður-Írlandi eru á svæðinu.

Samkvæmt írskum miðlum var sprengingin gríðarlega öflug og heyrðist í margra kílómetra fjarlægð.

„Samfélagið biður fyrir fólkinu sem er enn þá fast í byggingunni, viðbragðsaðilar eru að gera allt í sínu valdi til þess að fjarlægja brak og komast að fólkinu,“ segir írskur fréttamaður um ástandið.

Ekki er vitað hve margir voru inni í bensínstöðin er sprengingin varð, en hún hýsti einnig hárgreiðslustofu og sjoppu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert