Höfðar mál gegn ríkissaksóknara New York

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP/ Andrew Cabellero-Reynolds

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál á hendur Leititu James, rík­is­sak­sókn­ara New York í Banda­ríkj­un­um, fyrir að hafa staðið á bakvið „ógnar- og áreitnistríði“ gegn sér. 

Í september höfðaði James mál á hendur Trump og fjölskyldu hans. Í stefn­unni kom fram að fyr­ir­tækið Trump Org­an­izati­on hafi stundað „ýmis“ fjár­svik á ár­un­um 2011 til 2021. Látið hafi verið líta út fyr­ir að eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins væru meiri en þær voru í raun og veru. Þetta hafi komið sér vel fyr­ir fyr­ir­tækið þegar kem­ur að skatta- og trygg­inga­mál­um. Trump neitar sök.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Trump hafi lengi ásakað James um að misnota aðstöðu sína til pólitísks ávinnings. 

Mál Trump á hendur James var höfðað til héraðsdóms í Flórída-ríki. Trump sakar James um að höfða „miskunnarlausa, skaðlega, opinbera og afsökunarlausa krossferð“ gegn sér og fyrirtæki hans. 

Hann heldur því einnig fram að mál James gegn honum sé „samsæri“ til að ná yfirráðum yfir viðskiptum Trump. 

Leita James, rík­is­sak­sókn­ari New York í Banda­ríkj­un­um.
Leita James, rík­is­sak­sókn­ari New York í Banda­ríkj­un­um. AFP/Michael M. Santiago/Getty Images

Í yfirlýsingu talsmanns James segir að „engin fjöldi málaferla muni koma í veg fyrir“ mál ríkissaksóknarans gegn Trump.

„Við lögsóttum Donald Trump vegna þess að hann framdi umfangsmikil fjármálasvik. Sú staðreynd hefur ekki breyst og ekki heldur ásetningur okkar að tryggja að sama hversu valdamikill maður þú ert, þá er enginn hafinn yfir lögin.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert