Myndskeið sýnir sprengingar í verslunarmiðstöðinni

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að eldur kom upp í verslunarmiðstöðinni Mega Khímkí í úthverfi Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í nótt.

Myndskeið af vettvangi hafa meðal annars sýnt fólk hlaupa út úr miðstöðinni á sama tíma og eldurinn læsti sig í bygginguna og hún hrundi að hluta. Þá má sjá á myndskeiðinu hér að ofan hvar sprengingar verða í hluta byggingarinnar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ráðuneyti al­manna­varna í Rússlandi var eld­ur­inn bú­inn að breiða mikið úr sér og náði hann yfir svæði á stærð við fót­bolta­völl eða um sjö þúsund fer­metra.

Fjöldi slökkviliðsmanna og dælubíla

Slökkviliðið náði að sögn að slökkva eldinn klukkan 10.45 í morgni að staðartíma, eða klukkan 7.45 að íslenskum tíma.

Verslunarmiðstöðin er í um sjö kílómetra fjarlægð frá alþjóðaflugvelli Moskvuborgar, Sjeremetjevó.

Á átt­unda tug slökkviliðsmanna og 20 dælu­bíl­ar voru á vett­vangi þegar mbl.is greindi frá eldsvoðanum í morgun, en erfiðlega mun hafa gengið að ná tök­um á elds­voðanum sök­um hönn­un­ar bygg­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert