Hækka eftirlaunaaldur úr 62 ára í 64 ára

Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands.
Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands. AFP/Guay

Ríkisstjórn Frakklands hefur kynnt tillögur um hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár, frá 62 ára upp í 64 ára yfir nokkurra ára tímabil. Tillagan er hluti af endurskipulagningu lífeyriskerfis landsins. 

Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, segir breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot kerfisins.

Endurskipulagning lífeyriskerfisins var eitt helsta kosningamál Emmanuels Macrons, frakklandsforseta, þegar hann hlaut fryst kjör árið 2017. 

Áformin hafa vakið upp mikla reiði á meðal launþegahreyfinga sem ræða nú verkfallsaðgerðir þann 19. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert