Microsoft segir upp 10.000 manns

Satya Nadella, forstjóri Microsoft.
Satya Nadella, forstjóri Microsoft. AFP

10.000 manns hefur verið sagt upp hjá Microsoft og ná uppsagnirnar til tæplega 5% starfsmanna fyrirtækisins.

Fækkun starfsmanna Microsoft koma í kjölfar svipaðra aðgerða hjá Meta, Amazon og Twitter sem sögðu upp þúsundum starfsmanna í fyrra.

Mikill uppgangur var í tæknigeiranum í kórónuveirufaraldrinum sem var mætt með ráðningu fjölda starfsfólks. Uppsagnirnar koma í kjölfar samdráttar og benti Satya Nadella, forstjóri Microsoft, meðal annars á þá miklu verðbólgu sem nú er víða um heim og áhrif hennar á hagvöxt er hann var spurður út í ástæður uppsagnanna.

Þá kom fram í bréfi til starfsmanna mikilvægi þess að starfsfólk hefði í huga að þrátt fyrir niðurskurð á ákveðnum sviðum innan fyrirtækisins þá yrði áfram ráðið á stefnumótandi sviðum innan fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert