Tveir Svíar dæmdir fyrir njósnir fyrir Rússa

Frá dómshúsi í Stokkhólmi.
Frá dómshúsi í Stokkhólmi. AFP/jonathan Nackstrand

Fyrrverandi starfsmaður í sænsku leyniþjónustunni hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir gegn eigin herþjónustu á árunum 2011 til 2021 fyrir rússnesk yfirvöld.

Bróðir mannsins hefur einnig verið dæmdur í tíu ára fangelsi.

Héraðsdómur í Stokkhólmi hefur fundið Peyman Kia, 42 ára starfsmann leyniþjónustu Svíþjóðar, Säpo og leyniþjónustu sænska hersins, og 35 ára bróður hans Payam, seka um „háalvarlegar njósnir“.

Bræðurnir voru dæmdir fyrir að hafa „af samteknu ráði og af einbeittum brotavilja, komist ólöglega yfir og miðlað upplýsingum til erlendra heryfirvalda sem til þess voru fallin að valda öryggi Svíþjóðar skaða.“

Peyman Kia var fundinn sekur um að taka saman 90 leynileg skjöl í krafti starfs síns. 

Bróðir hans var fundinn sekur um að skipuleggja glæpinn, hafa samskipti með tengiliði í rússnesku herþjónustunni og miðla til þeirra um 45 leynilegum skjölum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert