Sjö myrtir í Jerúsalem

Frá árásarvettvangi.
Frá árásarvettvangi. AFP/Ahmad Gharabli

Sjö létu lífið í skotárás á samkunduhús í austurhluta Jerúsalem í dag. Að minnsta kosti þrír aðrir hlutu skotsár í árásinni. Meðal hinna særðu er fjórtán ára barn.

Lögregla var fljót á vettvang og var árásarmanninum banað á vettvangi.

Yfirvöld í Ísrael segja árásina vera hryðjuverk.

Að minnsta kosti sjö létu lífið.
Að minnsta kosti sjö létu lífið. AFP/Ronaldo Schemidt
mbl.is