Wagner-liðar segjast nálægt miðborg Bakmút

Harðir bardagar haf geisað á svæðinu undanfarnar vikur.
Harðir bardagar haf geisað á svæðinu undanfarnar vikur. AFP/Aris Messinis

Yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner segir liðsmenn komna nálægt miðborg Bakmút, sem staðsett er í austurhluta Úkraínu.

Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu undanfarið en fyrir viku sagði Jev­gení Prígosjín, sem er einn helsti fjár­hags­legi bak­hjarl sveitarinnar, að borgin væri svo gott sem umkringd.

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), varaði við því á miðvikudaginn að borg­in gæti fallið í hend­ur Rússa á næstu dög­um.

Hernaðarsérfræðingar hafa verið gagnrýnir á ákvarðanir í tengslum við baráttuna um Bakmút en úkraínskir embættismenn halda því fram að falli borgin í hendur Rússa muni það leiða til frekari framfara Rússa til austurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert