Særðist þegar usb-lykill sprakk

Það er vissara að fara að öllu með gát.
Það er vissara að fara að öllu með gát. Ljósmynd/Colourbox

Blaðamenn í Ekvador hafa verið skotmörk glæpamanna sem hafa stílað á þá sprengjur sem hafa borist til þeirra bréfleiðis í pósti. Fréttamaðurinn Lenin Artieda særðist þegar hann opnaði bréf inni á miðri ritstjórnarskrifstofu. 

Artienda segir að sprengjan hafi litið út eins og venjulegur usb-minnislykill. Þegar hann tengdi lykilinn í tölvu sprakk hann. 

Dómsmálaráðuneyti landsins staðfestir að hryðjuverkarannsókn sé hafin í tengslum við þessar árásir. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fjölmiðlar hafi mátt sæta slíkum árásum, en vitað er til þess að hið minnsta fimm fjölmiðlafyrirtæki hafa fengið slíkar bréfasprengjur sendar í pósti. 

Ríkisstjórn landsins hefur fordæmt þessa árásir og segir að menn beri að virða tjáningarfrelsið. 

„Sérhver tilraun til að ógna fjölmiðlum og tjáningarfrelsinu er fyrirlitleg aðgerð sem dómsvaldið verður að taka hart á,“ segir í yfirlýsingu stjórnvalda.

Juan Zapata, innanríkisráðherra landsins, segir að allar sprengjurnar eigi rætur að rekja til sama bæjarins. Þrjár voru senda til fjölmiðla í Guayaquil og tvær til höfuðborgarinnar, Quito.

Fram kemur í umfjöllun breska útvarpsins, að Artienda sé sá eini sem hafi særst í slíkri árás. Í hinum tilvikunum þá annað hvort sprakk sprengjan ekki eða þá bréfin voru látin ósnert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert