26 látnir eftir öfluga skýstróka

mbl.is/Scott Olson

Að minnsta kosti 26 eru látnir eftir fárviðri með öflugum skýstrókum sem gengið hefur yfir mið- og suðvesturríki Bandaríkjanna síðustu daga. Tilkynnt hefur verið um dauðsföll í að minnsta kosti sex ríkjum. Fjölmargir til viðbótar hafa slasast.

AFP/Scott Olson

Samkvæmt frétt Washington Post hafa yfir 60 skýstrókar gengið yfir svæðið

Þúsundir heimila hafa eyðilagst sem og innviðir og tugþúsund íbúa eru án rafmagns. Margir eru enn fastir á heimilum sínum.

AFP/Benjamin Krain
Mikil eyðilegging hefur átt sér stað.
Mikil eyðilegging hefur átt sér stað. AFP/Benjamin Krain
mbl.is