Imran Khan handsamaður

Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, Imran Khan, var fyrr í dag handsamaður af herdeild þegar hann var í byggingu Hæstaréttar landsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan. Khan var handsamaður af herdeild sem starfar utan hers landsins.

Þá hefur ákæra verið gefin út á hendur Khan, frá stofnun landsins sem vinnur gegn spillingu. Samkvæmt umfjöllun CNN var Khan í byggingu Hæstaréttar til þess að láta af hendi lífsýnaupplýsingar vegna málsins þegar herdeildin braust inn um glugga og handsamaði hann.

Fram kemur að Khan hafi áður verið sakaður um ólöglega sölu á munum sem hann hafi fengið gefins frá erindrekum annarra landa þegar hann var forsætisráðherra.

Khan er 70 ára gamall og var forsætisráðherra Pakistan frá 2018 til 2022 og var fjarlægður úr embætti í kjölfar vantrauststillögu í apríl 2022.

Imran Khan, sem sést hér fyrir miðri mynd, er fyrrverandi …
Imran Khan, sem sést hér fyrir miðri mynd, er fyrrverandi forsætisráðherra landsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert