Orðspor og réttvísi FBI í henglum

Höfuðstöðvar alríkislögreglunnar FBI í höfuðborg Bandaríkjanna, en húsið er nefnt …
Höfuðstöðvar alríkislögreglunnar FBI í höfuðborg Bandaríkjanna, en húsið er nefnt eftir J. Edgar Hoover, fyrsta forstjóra hennar. AFP/Eric Baradat

Allt frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, þar sem á tókust þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa verið uppi ávirðingar um að frambjóðendurnir eða framboð þeirra hafi haft óhreint mél í pokahornum sínum, alveg þannig að hinn langi armur réttvísinnar hafi þurft að rannsaka það.

Demókratar kenndu lengi vel James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, um að hafa grafið undan Clinton undir lok kosningabaráttunnar með yfirlýsingum um rannsókn á því hvernig hún hefði sem utanríkisráðherra farið frjálslega með viðkvæm gögn.

Á sama tíma stóð FBI fyrir rannsókn á Trump fyrir leynimakk með Rússum, en sögur af því reyndust ákaflega lífseigar, þó aldrei kæmi neitt handfast í ljós um það. Repúblikanar voru engu hressari með þær.

Durham-skýrslan

Síðastliðinn mánudag kom hins vegar út skýrsla John H. Durham, sérstaks saksóknara, um þátt réttvísinnar og njósnastofnana í forsetakosningunum 2016, sem í raun hefur farið furðulítið fyrir miðað við allan hávaðann áður fyrr.

Það sem helst má út úr skýrslunni lesa er að Clinton hafi ekki haft undan miklu að kvarta, FBI hafi tekið á framboði hennar með silkihönskum, jafnvel lagt á sig króka til þess að hlífa henni með það í huga að hún yrði forseti innan skamms. Hins vegar hafi FBI lagst í fulla gagnnjósnarannsókn gegn framboði Trumps á einstaklega veikum forsendum, þvert á ótal vinnureglur þar innan dyra.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert