Grunsamlegur grænn litur vekur furðu

Liturinn er grænn og áberandi í síkjum Feneyja í dag.
Liturinn er grænn og áberandi í síkjum Feneyja í dag. AFP/Stringer

Feneyingar vöknuðu við undarlega sýn í morgun þegar grænn litur var kominn á síkið í miðborginni. Lögregla hefur hafið rannsókn á málinu en grunur er að um sé að ræða gjörning umhverfissinna. 

Í morgun mátti sjá hvernig gondólar borgarinnar sigldu í gegnum græn síkin frá Rialto-brú og upp síkið. 

Íbúi í borginni vakti fyrstur athygli á málinu á Twitter. Sagði hann að kallað hefði verið til neyðarfundar hjá lögreglu til að rannsaka málið. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem síki Feneyja verða græn. Argentínski listamaðurinn Nicolas Garcia litaði síkin græn árið 1968 til að vekja athygli á umhverfismálum. 

Liturinn hefur vakið athygli og furðu.
Liturinn hefur vakið athygli og furðu. AFP/Stringer
mbl.is