Pútín sendir Erdogan heillaóskir

Erdogan og Pútín eru miklir félagar.
Erdogan og Pútín eru miklir félagar. AFP/Pavel Golovkin

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sent Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, heillaóskir. Erdogan tryggði sér endurkjör nú í kvöld. 

Í skilaboðunum frá Pútín segir forsetinn að Erdogan hafi uppskorið eins og hann sáði og að niðurstaðan væri skýrt merki um stuðning tyrnesku þjóðarinnar. 

Erdogan og Pútín hafa ætíð verið miklir félagar og Tyrkland verið hlutlausari í afstöðu sinni til innrásar Rússa í Úkraínu en önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. 

Úrslit forsetakosninganna í Tyrklandi voru kunngjörð síðdegis í dag, en um 99% atkvæða hafa verið talin. Hlaut Erdogan 52% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, 48%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert