Brotlenti eftir eftirför herþotna

F-16 herþotur rufu hljóðmúrinn yfir borgarbúum.
F-16 herþotur rufu hljóðmúrinn yfir borgarbúum. AFP

Fjögurra einstaklinga er saknað eftir að einkaþota brotlenti í bandaríska ríkinu Virginíu. Vélinni var flogið inn í lokaða lofthelgi yfir Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og svaraði flugmaðurinn ekki yfirvöldum sem olli því að F-16 herþotur veittu vélinni eftirför.

Bandarísku herþoturnar rufu hljóðmúrinn yfir borginni og voru margir borgarbúar áhyggjufullir vegna látanna enda heyrðist mikill hávaði við þetta. 

Lögreglan kom að brakinu nálægt George Washington-þjóðgarðinum klukkutímum eftir brotlendingu og hafði hún þá hvorki fundið neina á lífi né lík.

Fjórir voru um borð í flugvélinni, þar á meðal tveggja ára stúlka og móðir. Óljóst er af hverju flugmaðurinn svaraði ekki yfirvöldum.

Flugvélin sem um ræðir er Cessna Citation-einkaþota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert