Kona myrt í „drykkjuleik“

Konan fór í skothelt vesti og var skotin í magann.
Konan fór í skothelt vesti og var skotin í magann. AFP/Joe Klamar

Karlmaður í suðvesturhluta Frakklands hefur verið handtekinn fyrir að hafa myrt konu í svokölluðum drykkjuleik. Konan klæddist skotheldu vesti og var skotin í magann.

Lík konunnar fannst á laugardag í þorpinu Montpon-Menesterol í Dordogne-héraði. Hún var 47 ára gömul þriggja barna móðir.

Að sögn saksóknara hefur maðurinn viðurkennt að hafa notað veiðiriffil sinn á föstudagskvöldið í leik þar sem konan fór í skothelt vesti áður en skotið var í átt að henni.

Marðurinn, sem er 55 ára, gaf sig fram við lögreglu á laugardag og var mjög ölvaður. Tveir aðrir karlmenn sem voru viðstaddir atburðinn hafa verið handteknir og yfirheyrðir.

mbl.is