Rauðar veðurviðvaranir á Spáni

Slökkviliðið hefur staðið í ströngu vegna skógarelda á Kanaríeyjunni La …
Slökkviliðið hefur staðið í ströngu vegna skógarelda á Kanaríeyjunni La Palma. AFP

Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í nokkrum héruðum á Spáni vegna hitabylgju sem geisar þar um þessar mundir en búist er við því að hiti verði í dag á bilinu 38 til 42 stig víða.

Í austurhluta Katalóníu og á Baleareyjum er jafnvel búist við því að hiti nái 44 stigum. Stjórnvöld mæla með því að almenningur haldi sig innandyra á þeim tíma sem hiti er mestur og drekki nóg af vatni.

Hörmulegt í borginni

Fréttastofa AFP hefur eftir Lidiu Rodriguez, 27 ára ferðalangi í Madríd sem kveðst vön hitanum, að hitinn í Madríd sé óbærilegur: „Það er ekki hægt að vera úti á götu. Það er hörmung. Hörmung, hörmung, hörmung.“

Á sama tíma eru miklir þurrkar í landinu auk þess sem slökkvilið þar berst við gróðurelda á Kanaríeyjum. Innviðaráðuneyti Spánar hefur varað við mikilli hættu á skógareldum vegna veðursins. 

Rauðar viðvaranir eru í gildi vegna hitans.
Rauðar viðvaranir eru í gildi vegna hitans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert