11 látist í skotárásum í september

Ellefu hafa látist í skotárásum í Svíþjóð í september.
Ellefu hafa látist í skotárásum í Svíþjóð í september. AFP/Henrik Hansson

Ellefu manns hafa látist í skotárásum í Svíþjóð það sem af er september. Átján ára karlmaður var skotinn til bana í Stokkhólmi í gærkvöldi. 

Innan tólf klukkustunda í gærkvöldi og nótt létust þrír í Uppsala, Stokkhólmi og Jordsbro. 

Sænska ríkisútvarpið greinir frá og segir að ekki hafi fleiri látist af völdum skotvopna á einum mánuði síðan 2019.  

„Það var ekki gott að vakna í morgun. Frá sjónarhorni lögreglunnar þá er mikilvægt að halda áfram að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist og hafi svona alvarlegar afleiðingar,“ sagði talsmaður sænsku lögreglunnar við ríkisútvarpið. 

Tvö ungmenni voru skotin í Jordbro í gær og lést annað þeirra. Átján ára karlmaður var skotinn til bana í Stokkhólmi í gærkvöldi. Kona á þrítugsaldri lést svo í sprengingu í íbúðahverfi í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert