Allir í lyftunni létust

Slysarannsóknarnefndarmenn á vettvangi slyssins í Sundbyberg þar sem lyfta féll …
Slysarannsóknarnefndarmenn á vettvangi slyssins í Sundbyberg þar sem lyfta féll 20 metra í gær og allir innanborðs létust. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Allir fimm mennirnir sem staddir voru í lyftu, sem féll 20 metra í Sundbyberg í Svíþjóð í gær, eru látnir.

Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið SVT og enn fremur því að hafin sé rannsókn á því hvort lög um aðbúnað á vinnustöðum hafi verið brotin og saknæm háttsemi hafi leitt til slyssins.

Alvarlegt atvik og hlé á öllum framkvæmdum

„Þetta er alvarlegt atvik sem við höfum til rannsóknar, fimm manns hafa verið úrskurðaðir látnir,“ segir Gunnar Jonasson, saksóknari við Umhverfis- og vinnuumhverfisstofnun Svíþjóðar, Riksenheten för miljö- och abetsmiljömål, í fréttatilkynningu.

Segir hann nú unnið að því að bera kennsl á hina látnu auk þess að hafa samband við aðstandendur þeirra. Slysarannsóknarnefnd sé nú við rannsókn á vettvangi.

Verktakinn, sem annast framkvæmdir á byggingarsvæðinu í Sundbyberg, hefur tilkynnt slysið til sænsku vinnumálastofnunarinnar og liggja allar framkvæmdir á svæðinu nú niðri uns annað verður ákveðið.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert