Mesti kuldi í apríl í Finnlandi í 47 ár

Frá Lapplandi.
Frá Lapplandi. AFP

Það hefur ekki mælst meira frost í Finnlandi í aprílmánuði í 47 ár en frostið fór niður i 34,3 gráður í bænum Tulppio í Lapplandi, stærsta og nyrsta héraði Finnlands, í nótt.

Þessar frosttölur eru aðeins 1,7 gráðum frá meti yfir mesta frost í apríl í Finnlandi frá því mælingar hófust en mesta frost sem hefur mælst í Finnlandi í aprílmánuði er -36 gráður.

Síðast var kaldara í apríl í Finnlandi árið 1977 í bænum Salla þar sem frostið fór niður í 34,5 gráður.

Í Norður-Svíþjóð var einnig óvenju kalt í morgun og frostið mældist 34,1 gráður í bænum Nikkaluokta, 50 kílómetra vestur af námubænum Kiruna. Það er mesta frost sem hefur mælst í Svíþjóð síðan árið 1991 en 36 stiga frost mældist þá í bænum Naimakka skammt frá finnsku landamærunum.

Lægsti hiti á nóttunni er yfirleitt um -10 gráður í Norður-Svíþjóð í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert