Schwarzenegger spjallar við Ólaf Ragnar Grímsson á Alþjóðaleikum þroskaheftra

Í sérstakri móttöku styrktaraðila Alþjóðaleika þroskaheftra í Norður-Karólínu í Bandaríkjunu, sem haldin var fyrir setningarhátidina i gærkvöldi, mættu their Arnold Schwarzenegger og Grant Hill körfuknattleikskappi til gildis í örstuttan tima og vöktu að vonum mikla athygli viðstaddra. Schwarzenegger og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heilsuðust og tóku tal saman.

Blaðamaður Morgunblaðsins var viðstaddur og tók stutt samtal við forsetann að loknu spjallinu við leikarann. Ólafur Ragnar sagði að Schwarzenegger hefði lýst yfir ánægju sinni með að íslensku keppendurnir hefðu getað mætt til leiks og að vera þeirra sýndi að Íslendingar mætu starfsemi samtaka Special Olympics mjög mikils. Sagði Schwarzenegger ennfremur við Ólaf Ragnar að það væri mikilvægt tákn um samstöðu íslensku þjóðarinnar þegar forseti hennar fylgdi löndum sínum til keppni, því það þýddi að íslenska þjóðin öll styddi atburð sem þennan. Ólafur Ragnar sagði að lokum við blaðamann, að þátttaka Íslendinganna á Alþjóðaleikunum væri mikilvæg fyrir alla þjóðina en ekki eingöngu þáttakendurna sjálfa, því þátttakan styddi stöðu Íslendinga á alþjóðavettvangi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert