Ummælin koma ekki á óvart

"Ég hef nú aldrei notið trausts þeirra í stjórnmálum og aldrei vitað til þess að Ingibjörg Sólrún hafi treyst mér til nokkurra verka í stjórnmálum þannig að það kemur mér ekki á óvart að hún vilji nota þetta sem átyllu til að heimta að ég hætti sem ráðherra. Það er ekkert nýtt. En mér finnst nú að fólk verði að gæta sín hvað það gengur langt í kröfum og verði að hafa málefnalegar ástæður fyrir sínum kröfum. [Ingibjörg Sólrún] sem aðrir," segir Björn Bjarnason um þau ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að Birni beri að segja af sér í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis.

"Magnús Þór hefur nú skrifað sjálfur og beðist afsökunar á árásum á mig og forseta þingsins þess efnis að það ætti að sprengja okkur í loft upp. Þannig að hann hefur aldrei verið neinn sérstakur stuðningsmaður minn og notar núna þessa átyllu enn og aftur til þess að heimta að ég hætti."

Björn segir því viðbrögð þingmannanna tveggja ekki koma sér á óvart. "Mér finnst þau í samræmi við þeirra afstöðu og hvað þau ganga yfirleitt langt í dómum sínum og miklu lengra en efni standa til. Miðað við þetta, þetta er spurning um lögfræðileg álitaefni, ég veit ekki hvaða þekkingu þau hafa á því yfirleitt."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka