Stefán Már: „Tjái mig ekki fyrr en ég fæ þetta formlega“

Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson.

„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta fyrr en ég fæ þetta formlega,“ sagði Stefán Már Stefánsson prófessor, aðspurður um viðbrögð hans við skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hæstaréttardómara.

Stefán Már var annar tveggja umsækjenda um starfið sem dómarar við Hæstarétt mæltu sérstaklega með. Þegar mbl.is tjáði honum að búið væri að senda út fréttatilkynningu um skipan Jóns Steinars ítrekaði prófessorinn að hann vildi ekkert tjá sig að svo stöddu. „Ég ætla að fá að sjá þetta í póstinum mínum. Segi því ekki orð núna, það verður kannski bara seinna,“ sagði Stefán Már.

mbl.is