Segi hvort hann hafi veitt umboðsmanni tiltal eður ei

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fór fram á það í dag í ræðu sinni á Alþingi að Davíð Oddsson forsætisráðherra greindi frá því úr ræðustól á Alþingi hvort hann hefði veitt umboðsmanni tiltal eður ei, að því er kom fram í fréttum RÚV.

Þá sagði Helgi í samtali við RÚV að forsætisráðherra geti ekki verið bundinn trúnaði um það sem ekki hafi farið fram í samtalinu við umboðsmann Alþingis. „Hafi hann ekki með ósæmilegum hætti veitt umboðsmanni tiltal fyrir álit hans á skipan hæstaréttardómara, þá getur hann auðvitað upplýst um það án þess að rjúfa nokkurn trúnað að það hafi ekki verið efni samtalsins. En því miður benda yfirlýsingar hans í fjölmiðlum og nú þessi fundur [sem forseti og fyrsti varaforseti þingsins áttu með umboðsmanni og forsætisráðherra] í dag mjög eindregið til þess að þar hafi hann gengið langt út fyrir verksvið sitt og ógnað starfsskilyrðum umboðsmanns Alþingis sem er grafalvarlegt mál,“ sagði Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert