Halldór Ásgrímsson: Ekkert hefur breyst í málinu

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokks, segir ekkert hafa breyst í umræðu um nýtt fjölmiðlafrumvarp annað en að lögfræðingar hafi lýst mismunandi skoðunum fyrir allsherjarnefnd.

Hann segir alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar séu ekki sammála, og skiptar skoðanir vera innan þingflokks síns, líkt og eðlilegt sé í umdeildum málum.

Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon segja mjög sannfærandi rök hafa verið lögð fram um að frumvarpið bryti gegn stjórnarskrá. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir rök lögfræðinga stangast mikið á. Umsagnarfrestur um frumvarpið rennur út í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert