Millinafninu Valberg hafnað

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að millinafnið Valberg verði skráð í mannanafnaskrá.

Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið Valberg sé ekki til á mannanafnaskrá sem millinafn. Hins vegar sé Valberg skráð í þjóðskrá sem ættarnafn og eiginnafn í karlkyni. Ættarnafn sé einungis heimilt sem millinafn í ákveðnum tilvikum en þar sem úrskurðarbeiðendur falli ekki undir þau skilyrði sé beiðni um nafnið Valberg sem millinafn hafnað.

mbl.is