Dagbók Unnar Birnu á mbl.is ">

Unnur Birna kjörin ungfrú heimur

Ungfrú Taíland sést hér óska Unni Birnu til hamingju með …
Ungfrú Taíland sést hér óska Unni Birnu til hamingju með titilinn í Sanya í Kína. Unnur Birna er þriðja íslenska stúlkan sem er kjörin ungfrú heimur. Reuters

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fegurðardrottning Íslands, var nú rétt í þessu kjörin ungfrú heimur. Keppnin fór fram í borginni Sanya í Kína. Í öðru sæti varð ungfrú Mexíkó og ungfrú Púertó Ríkó varð í því þriðja.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi meðfylgjandi heillaóskaskeyti til Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur í dag: „Innilegustu hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni allri. Þú varst landi og þjóð til sóma eins og við var að búast.“ Þá sendi Ólafur Rangar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú Unni Birnu einnig heillaóskaskeyti. „Við óskum þér til hamingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma. Heillaóskir til fjölskyldunnar,“ segir í skeytinu.

Unnur Birna er þriðja íslenska stúlkan sem hlýtur þennan titil, en Hólmfríður Karlsdóttir vann árið 1985 og Linda Pétursdóttir árið 1989. Rúmlega 100 stúlkur tóku þátt í keppninni í ár.

Dagbók Unnar Birnu á mbl.is

Unni Birnu var vel fagnað í Kína.
Unni Birnu var vel fagnað í Kína. AP
Unnur Birna varð hlutskörpust úr hópi 101 þátttakanda.
Unnur Birna varð hlutskörpust úr hópi 101 þátttakanda. AP
mbl.is