Segir að um samsæri sé að ræða

Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal mbl.is/ÞÖK

Í morgun héldu yfirheyrslur áfram yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari spurði ítrekað um tölvupósta sem fundust í tölvu Jóns Geralds Sullenberger en Tryggvi svaraði því til að hann kannaðist við mörg atriði í þeim en ekki beint við tölvupóstana sjálfa.

Tryggvi sagði í réttarsalnum í morgun að hann teldi að um samsæri væri að ræða gegn Baugi og benti hann á þá tilviljun að tölvupóstar frá Jónínu Benediktsdóttur til Styrmis Gunnarssonar, sem Fréttablaðið birti á sínum tíma, hefðu verið skrifaðir sama dag og tölvupóstar milli hans sjálfs og Jóns Geralds þar sem þeir gerðu upp sín viðskipti.

Í þeim hafi verið lokið samskiptum Baugs við Jón Gerald en í tölvupósti til Tryggva sagði Jón Gerald ekki geta annað en gengið að þessum viðskiptum en hann væri ekki sáttur við það eftir tíu ára viðskipti við þá að standa uppi með tvær hendur tómar.

Taldi Tryggvi þetta benda til þess að með þeim póstum hafi verið reynt að leggja gildru fyrir Baug og fá þá til að samþykkja að hafa átt í lystibátnum Thee Viking. Sem þeir hafa ítrekað neitað að hafa átt hlut í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert