Flugvélar, herskip og sérsveitir

Tvær norskar F-16 orrustuflugvélar og Orion eftirlitsflugvél.
Tvær norskar F-16 orrustuflugvélar og Orion eftirlitsflugvél.
Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is
Norskur og danskur herafli, þar á meðal orrustuflugvélar, herskip og sérsveitir, mun taka þátt í heræfingum hér á landi og fjölga einnig öðrum heimsóknum sínum hingað, samkvæmt samkomulagi Íslands við Noreg annars vegar og Danmörku hins vegar, en þessi plögg eru tilbúin til undirritunar og utanríkisráðherrar ríkjanna munu skrifa undir þau í Ósló á morgun.

Heræfingarnar, sem gert er ráð fyrir að fari fram með reglubundnum hætti, eru mikilvægasti þáttur þessara samkomulaga og þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að undirstrika að á Íslandi hafi ekki orðið til neitt tómarúm í öryggismálum eftir brottför varnarliðs Bandaríkjanna síðastliðið haust.

Pólitískar viljayfirlýsingar

Formið á plöggunum, sem undirrituð verða í Ósló, er ólíkt. Samkomulagið við Norðmenn er meira að vöxtum en telst þó ekki formlegur milliríkjasamningur og hefur heldur ekki lagagildi eins og varnarsamningurinn við Bandaríkin hefur. Íslendingar og Danir munu hins vegar undirrita stutta yfirlýsingu um öryggis- og varnarsamstarf, sem helgast af því að þegar er í gildi samkomulag ríkjanna um samstarf á sviði landhelgisgæzlu, leitar og björgunar, fiskveiðieftirlits og fleiri þátta.

Bæði plöggin eru því fyrst og fremst pólitískar viljayfirlýsingar um samstarf í öryggis- og varnarmálum, björgunarmálum, almannavörnum og fleiri málum, sem lúta að ytra og innra öryggi ríkjanna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert