Gestur: Vonast til að sýknudómur bindi lausa enda

Gestur Jónsson hrl
Gestur Jónsson hrl mbl.is/Kristinn

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannesson forstjóra Baugs, segist gera ráð fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur kveði upp sýknudóm í þeim ákæruliðum Baugsmálsins, sem vísað var frá vegna óskýrrar refsiheimildar í upphafi síðasta mánaðar, en Hæstiréttur vísaði málinu aftur í hérað í dag á þeirri forsendu að héraðsdómi beri að taka efnislega afstöðu í málinu.

Gestur segir Hæstarétt hafa staðfest frávísun annars liðar tíunda ákæruliðs sem varðaði söluna á Baugi.net. Að öðru leyti hafi ákæruatriðum 2 til 9, sem vörðuðu Jón Ásgeir og snérust um meintar ólöglegar lánveitingar, verið vísað aftur í hérað á þeirri forsendu að þegar héraðsdómur telji ekki skýrar lagaheimildir til sakfellingar beri honum að kveða upp sýknudóm. Kvaðst Gestur því ekki líta á dóm Hæstaréttar í dag sem neitt sérstakt áhyggjuefni enda verði hann vonandi til þess að gengið verði frá nokkrum af lausum endum málsins með sýknudómum.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur að nýju þann 13. júní.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert