Vilhjálmur: Kannast ekki við að hart hafi verið sótt að mér

Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri.

„Ég kannast ekki við hart hafi verið sótt að mér,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), vegna fréttar þess efnis í Morgunblaðinu í dag að harkalegar deilur hafi orðið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna um samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE).

Að mati Vilhjállms felur samruni fyrirtækjanna tveggja ekki í sér stefnubreytingu í útrásarstefnu OR í orkumálum. Bendir hann á að Enex, sem er í eigu OR, hafi staðið í útrás undanfarna áratugi og varið til þess verulega miklum fjármunum.

„Ég tel þetta vera góðan samning og að með honum höfum verið að gæta hagsmuna Reykvíkinga sem eiga 94% hlut í OR. Í þessu samkomulagi erum við að fá viðurkennda þá reynslu og þekkingu sem OR er að koma með inn í þetta fyrirtæki sem nemur hvorki meira né minna en 10 milljörðum króna. Ef við hefðum ekki sameinast þá hefði aldrei orðið um þessi verðmæti að ræða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »