Háskólavellir kaupa byggingar á Keflavíkurflugvelli

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Háskólavellir ehf. hafa gert með sér samning um kaup Háskólavalla á 96 byggingum á starfssvæði Þróunarfélagsins. Um er að ræða skrifstofu, þjónustu- og íbúðarhúsnæði, alls um 155.000 m², en af því eru um 1660 íbúðir. Heildarvirði samningsins er um 14 milljarðar króna og er húsnæðið að mestu leyti íbúðarhúsnæði.

mbl.is